Viðskipti innlent

Olíusamráð: Ríkið endurgreiði einn og hálfan milljarð

Magnús Halldórsson skrifar
Héraðsdómur felldi í dag úr gildi ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála um sektargreiðslur vegna olíusamráðsins svokallaða árin 1993 til 2001. Íslenska ríkinu er því gert að greiða olíufélögunum Olís, Skeljungi og ESSO, einn og hálfan milljarð. Eftir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála í ársbyrjun 2005 greiddu félögin sektina, með fyrirvara um lögmæti hennar. Tekist hefur verið á um málið fyrir dómstólum allar götur síðan.

Ríkinu er því gert að greiða Ker, áður Olíufélaginu Esso, 495 milljónir, Skeljungi 450 milljónir og Olís 560 milljónir.

Fyrstu viðbrögð Heimis Arnars Herbertssonar, lögmanns Samkeppniseftirlitsins í málinu voru þau að þetta kæmi „verulega á óvart." Hann segir að meiri líkur en minni á því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.

Leiðrétting: Í dómnum er ekki tilgreint að verðbætur reiknist ofan á endurgreiðslur sektanna, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar. Leiðréttist það hér með. Ríkinu ber því að greiða olíufélögunum 1,5 milljarða til baka, en ekki ríflega tvo, að teknu tilliti til verðbóta, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×