Fótbolti

Ólíkt gengi Íslendingana í Belgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Ingi í baráttunni.
Ólafur Ingi í baráttunni. Vísi/AFP
Cercle Bruge tapaði fyrir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni í gær á meðan Zulte-Waregem vann mikilvægan sigur á Mouscron-Peruwelz.

Arnar Þór Viðarsson og lærisveinar hans í Cercle töpuðu 2-0 á útivelli, en Cercle situr í fimmtánda sæti deildarinnar með sautján stig.

Ólafur Ingi Skúlason spilaði allan leikinn í sigri Zulte-Waregem, en Chuks Aneke tryggði Zulte sigurinn á 39. mínútu. Tvö rauð spjöld fóru á loft á sitthvort liðið í lokin, en með sigrinum fór Zulte upp í tíunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×