FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Óli Stef: Ţurfum ađ koma okkur aftur upp í fjögur efstu sćtin

 
Handbolti
22:00 10. JANÚAR 2016
Skjáskot úr viđtali Gaupa viđ Óla Stef á dögunum.
Skjáskot úr viđtali Gaupa viđ Óla Stef á dögunum. VÍSIR/SKJÁSKOT
Anton Ingi Leifsson skrifar

Ólafur Stefánsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, segir að íslenska landsliðið eiga alltaf að hafa háleit markmið og liðið eigi að stefna að koma sér aftur upp í efstu fjögur sætin.

„Æfingarnar eru búnar að vera mjög góðar. Fyrsti leikurinn á móti Portúgölum var ekki góður og blikkandi ljós þar, en æfingarnar fínar," sagði Ólafur í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Menn eru stemmdir og menn eru að leggja sig fram. Það þarf að skoða ýmsa hluti, en við sjáum þetta vel eftir Þjóðverjaleikina hvernig við stöndum."

Marga Íslendinga dreymir að Ísland tryggi sér sæti í forkeppni Ólympíuleikana sem fara fram í Ríó í sumar, en til þess þarf margt að ganga upp.

„Mér finnst að íslenska handboltalandsliðið eigi að hafa háleit markmið alltaf. Við eigum ekki að detta í einhverja meðalmennsku. Við þurfum að koma okkur aftur upp í fjögur efstu liðin og að minnsta kosti efstu átta og vera alltaf þar."

„Það er krafa og það er mjög gerlegt að ná í þessu tvo opnu sæti sem eru enn opin í forkeppni Ólympíuleikana."

Einhverjir spekingar hafa fullyrt að landsliðið sé orðið of gamalt. Ólafur gefur lítið fyrir þær fullyrðingar.

„Eins og ég sagði fyrir ári eða eitthvað þá eiga þeir ekki að vera sammála því og sýna að það er ekki rétt. Það er ekki mitt að dæma, fyrr en kannski eftir þetta mót."

Allt innslag Guðjóns má sjá í glugganum hér að neðan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Óli Stef: Ţurfum ađ koma okkur aftur upp í fjögur efstu sćtin
Fara efst