MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 05:00

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

FRÉTTIR

Óli Jóh: Viđ nánast gátum ekki neitt

 
Íslenski boltinn
22:08 08. FEBRÚAR 2016

„Þetta var frekar dapur leikur. Ég verð að viðurkenna það,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir skellinn gegn Leikni í úrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld.

„Við nánast gátum ekki neitt, því miður. Þetta er úrslitaleikur og það á ekki að þurfa að biðja menn um að leggja sig fram í honum. Það var eitthvað sem fór úrskeiðis. Við höfum spilað þetta mót ágætlega fyrir utan þennan leik en það færir okkur ekki neitt. Þetta var skipbrot.“

Sjá einnig: Sjáðu glæsimark Ingvars og öll hin mörkin

Valur komst yfir í leiknum en náði ekki að fylgja því eftir.

„Ég veit ekki hvort við misstum hausinn. Stundum gengur bara ekki neitt upp.“

Ólafur segist vera í leikmannaleit fyrir sumarið enda var hann án framherja í kvöld.

„Við erum búnir að fá einn senter en hann er ekki orðinn löglegur. Eigum við ekki að segja að við náum okkur í einn senter í viðbót. Líka einn miðjumann og ef vel liggur á mönnum niður á Hlíðarenda þá líka einn varnarmann.“

Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Óli Jóh: Viđ nánast gátum ekki neitt
Fara efst