Lífið

Ólétt og flytur til Svíþjóðar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Íris á von á sínu þriðja barni með Eyþóri Atla Einarssyni.
Íris á von á sínu þriðja barni með Eyþóri Atla Einarssyni. Mynd/úr einkasafni
„Ég er að fara í sumarfrí og svo í framhaldi af því í fæðingarorlof en ég á von á mínu þriðja barni í byrjun ágúst,“ segir Íris Dögg Pétursdóttir, ritstjóri Séð og heyrt. Hún hefur stýrt blaðinu síðastliðið ár en á dögunum var auglýst eftir nýjum ritstjóra frá og með 1. júní næstkomandi. Íris er þó ekki hætt sem ritstjóri heldur er einungis á leið í ársleyfi.

„Ég mun taka mér ársleyfi og flytjast til Gautaborgar í sumar. Maðurinn minn fer í námsleyfi í ár og ætlar í nám við háskólann í Gautaborg, en við strákarnir mínir ætlum að massa sænskuna og borða McDonalds og kjötbollur út í eitt,“ segir ritstjórinn en hún á von á þriðja drengnum í sumar ásamt Eyþóri Atla Einarssyni kennara.

„Þriðji strákurinn á leiðinni. Það er spurning um að halda sig bara í Svíþjóð og eiga tvo í viðbót. Þá erum við komin með solid sænskt hokkílið,“ segir Íris hlæjandi. Aðspurð hvort hún eigi ekki eftir að sakna tímaritsins stendur ekki á svörunum.

„Árið sem ég hef starfað sem ritstjóri þessa litríka og líflega blaðs hefur verið virkilega gefandi, fjölbreytt og skemmtilegt og mun ég sakna þess svakalega að vera ekki með puttann algjörlega á púlsinum hvað varðar heitustu fréttirnar á meðan á orlofinu stendur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×