Innlent

Öldungadeild MH lögð niður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Öldungadeild MH hefur verið starfrækt frá árinu 1972 en nú verður hún lögð niður.
Öldungadeild MH hefur verið starfrækt frá árinu 1972 en nú verður hún lögð niður. Vísir/Hrönn
Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð verður lögð niður frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans.  

Ástæður þess að deildin er lögð niður  er minnkandi aðsókn og sú ákvörðun stjórnvalda að hætta fjárveitingum til þeirra sem læra til stúdentspróf og eru 25 ára eða eldri. Segir að vegna þess niðurskurðar sé rekstrargrundvöllur námsins brostinn og því verði að leggja öldungadeildina niður.

Stjórnendum MH þykir þetta miður gagnvart þeim sem nú eru í námi við deildina en „ekki er útilokað að unnt verði að greiða úr málum sumra með því að bjóða þeim setu í einstaka áföngum dagskólans á komandi vorönn.“

Öldungadeildin á sér langa sögu en hún var stofnuð árið 1972 og hafa hátt á annað þúsund nemendur lokið námi þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×