Erlent

Öldruðum líður best í Noregi

Freyr Bjarnason skrifar
Hin áttræða Marianna Blomberg stundar líkamsrækt í Stokkhólmi.
Hin áttræða Marianna Blomberg stundar líkamsrækt í Stokkhólmi. Fréttablaðið/AP
Samkvæmt alþjóðlegri skýrslu þar sem tekin eru með í reikninginn efnahagslegt öryggi, heilsa og fleiri atriði, þá hefur eldra fólk í Noregi það best allra í heiminum.

Ísland er í sjöunda sæti en í því neðsta er Afganistan.

Skýrslan Global AgeWatch Index var birt í gær en hún var sett saman af fyrirtækinu HelpAge International.

Tilgangur þess er að hjálpa öldruðum við að vinna gegn mismunun, koma í veg fyrir fátækt og að lifa öruggu og viðburðaríku lífi. Auk Noregs voru í fimm efstu sætunum Svíþjóð, Sviss, Kanada og Þýskaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×