Enski boltinn

Ólátabelgurinn Arnautovic semur við Stoke

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnautovic í baráttunni við Kára Árnason í leik Austurríkis og Íslands á EM.
Arnautovic í baráttunni við Kára Árnason í leik Austurríkis og Íslands á EM. vísir/getty
Austurríski framherjinn Marko Arnautovic hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Stoke City.

Talsverð óvissa hefur ríkt um framtíð Arnautovic í sumar en hann var m.a. orðaður við Everton.

Arnautovic átti sitt langbesta tímabil með Stoke í fyrra þegar hann skoraði 11 mörk í 34 deildarleikjum og var markahæsti leikmaður liðsins.

Arnautovic kom til Stoke frá Werder Bremen árið 2013. Þar áður lék hann með Twente í Hollandi og ítalska stórliðinu Inter.

Arnautovic lék alla þrjá leiki Austurríkis á EM í Frakklandi. Austurríska liðið olli miklum vonbrigðum og féll úr leik eftir tap fyrir Íslandi í lokaleik F-riðils.

Arnautovic hefur alls leikið 55 landsleiki fyrir Austurríki og skorað 11 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×