Handbolti

Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar

Ólafur Stefánsson mun leika með liði í Katar á nýju ári.
Ólafur Stefánsson mun leika með liði í Katar á nýju ári. Stefán
Ólafur Stefánsson hefur samið við handboltaliðið Lakhwiya Sports Club í Doha í Katar. Hinn 39 ára gamli leikmaður mun fara til Katar í janúar og leika með liðinu út leiktíðina. Frá þessu er greint á vefsíðunni Handball World. Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs, staðfestir þetta í samtali við Handball World.

Lakhwiya eru nýliðar í deildinni en liðið var sett á laggirnar árið 2009, en knattspyrnlið félagsins hefur náð góðum árangri að undanförnu. Félagið er í eigu innanríkisráðherra Katar, Abdullah bin Nasser bin Khalifa Al Thani.

Gütschow segir að samningaviðræðurnar við félagið í Katar hafi verið skemmtilegar og áhugaverðar. „Við höfum það á tilfinningunni að eigendur félagsins ætli sér að setja ný viðmið fyrir handboltann í Katar," segir Gütschow m.a.

Ólafur segir að hann hafi fengið mörg áhugaverð tilboð og fyrirspurnir. Og hann ætlar að halda öllu opnu um framhaldið næsta sumar.

Ólafur hefur komið víða við á ferlinum en hann hefur ekki leikið með neinu félagsliði frá því að keppnistímabilinu lauk í Danmörku s.l vor. Ólafur hefur leikið með eftirtöldum félagsliðum á ferlinum:

1992–1996 Valur

1996–1998 Wüppertal (Þýskaland)

1998–2003 Magdeburg (Þýskaland)

2003–2009 Ciudad Real (Spánn)

2009–2011 Rhein-Neckar Löwen (Þýskaland)

2011–2012 AG København (Danmörk)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×