Handbolti

Ólafur Stefáns: Tel mig hafa undirbúið mig eins vel og ég gat

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leiknum í dag.
Ólafur Stefánsson í leiknum í dag. Vísir/Daníel Rúnarsson
Ólafur Stefánsson spilaði með danska liðinu KIF Kolding í dag þegar liðið féll út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta þrátt fyrir tveggja marka sigur á RK Zagreb í seinni leik

„Ég segi nú ekki að ég sé kominn til baka en ég var þarna að fylgjast með þessu. Ég hefði viljað hjálpað aðeins meira og nýta betur þetta litla sem ég fékk," sagði Ólafur Stefánsson í viðtali við Garðar Örn Arnarson eftir leikinn.

„Við áttum fjóra, fimm, sex möguleika á því að komast fjórum mörkum yfir og það hefði getað gefið okkur kraft. Við náðum því ekki aldrei, klikkuðum á dauðafærum eða eitthvað slíkt. Það var mjög stutt í það að næðum einhverjum skriðþunga en hann kom því miður aldrei," sagði Ólafur. Hvernig var að koma inn í þessa tvo leiki.

„Þetta var bara mjög gaman fyrir mig. Ég var mjög stemmdur og tel mig hafa undirbúið mig eins vel og ég gat. Ég hefði viljað að þetta þróaðist aðeins öðruvísi, vera aðeins betri, spila meira, hjálpa meira og auðvitað að komast áfram," sagði Ólafur. Hvernig var að koma lítið inná en þurfa að gera mikið?

„Ég er óvanur svolítið óvanur svona hlutverki. Ég náði ekki alveg að gleyma mér kannski. Þetta var bara það sem ég átti að gera. Ég hefði viljað nýta betur það sem ég hafði úr að moða og þá hefði ég kannski fengið fleiri mínútur og getað hjálpa ennþá meira," sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið við Ólaf hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×