Handbolti

Ólafur skoraði fimm mörk í fyrsta leiknum sem fyrirliði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur og félagar rifu sig í gang í seinni hálfleik.
Ólafur og félagar rifu sig í gang í seinni hálfleik. vísir/afp
Ólafur Guðmundsson, nýskipaður fyrirliði Kristianstad, skoraði fimm mörk þegar liðið vann fjögurra marka sigur, 22-26, á Aranäs í 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta.

Meistararnir voru í miklu basli framan af og um miðjan fyrri hálfleik leiddu heimamenn með fjórum mörkum, 8-4. Í hálfleik munaði svo tveimur mörkum á liðunum, 14-12.

Ólafur og félagar rifu sig upp í seinni hálfleik, þéttu vörnina og náðu smám saman yfirhöndina.

Þeir breyttu stöðunni úr 16-15 í 17-23 og unnu á endanum fjögurra marka sigur, 22-26.

Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson léku sinn fyrsta leik fyrir Kristianstad í kvöld. Arnar Freyr skoraði tvö mörk en Gunnar Steinn komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×