Innlent

Ólafur Ragnar og Dorrit á leið í afmælisveislu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Líklega verður skálað um helgina.
Líklega verður skálað um helgina. Vísir/Getty
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú hafa þegið boð Karls Gústafs konungs Svíþjóðar um að taka um helgina þátt í hátíðarhöldum í Stokkhólmi í tilefni af 70 ára afmæli konungsins.

Meðal atburða í hátíðarhöldunum á laugardaginn eru guðsþjónusta í hallarkirkjunni, hádegisverður í Ráðhúsi Stokkhólmsborgar og hátíðarkvöldverður í konungshöllinni. Á sunnudag snæða forsetahjónin hádegisverð með konungi og fjölskyldu hans í konungshöllinni.

Karl Gústaf tók við krúnunni eftir lát afa síns, Gústafs Adólfs, árið 1973, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adólf erfðaprins, fórst í flugslysi þegar Karl Gústaf var aðeins níu mánaða gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×