Innlent

Ólafur Ragnar og Dorrit á Heimsþingi Clintons

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ólafur Ragnar tók einnig þátt á The New York Forum í gær.
Ólafur Ragnar tók einnig þátt á The New York Forum í gær. Mynd/Forsetaembættið
Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff taka þátt í Heimsþingi Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem hefst í New York í dag.

Í tilkynningu frá skrifstofu forsetans segir að Ólafur Ragnar verði á meðal frummælenda í sérstökum málstofum þar sem fjallað verður „um nýtingu hreinnar orku í þágu sjálfbærni og efnahagsþróunar og um hvernig áföll og kreppur geta leitt til nýsköpunar og framfara.“

Í gær tók forsetinn þátt í umræðum um loftlagsbreytingar og efnahagsþróun á málþinginu The New York Forum sem  fram fór í The New York Public Library.

Á meðan á dvöl forsetans stendur í New York mun hann „einnig eiga fundi um þróun Norðurslóða, framlag Íslendinga til nýtingar hreinnar orku í öðrum heimshlutum sem og þátttöku ýmissa bandarískra aðila í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í lok næsta mánaðar,“ eins og segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×