Innlent

Ólafur Ragnar hyggst sitja út kjörtímabilið

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vill ekki segja til um það hvort hann gefi kost á sér aftur til forsetaembættisins. Hefð sé fyrir því að forseti láti vita í nýársávarpi sínu eða við setningu alþingis hvort hann fari aftur fram. Þetta kom fram í viðtalsþættinum Eyjunni sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld.

Ólafur Ragnar tók við embætti forseta Íslands í fimmta skipti 1. ágúst 2012. Hann hafði áður látið það í ljós skína að hann hygðist ekki sitja út allt kjörtímabilið en í þættinum í kvöld sagði hann að svo yrði.

„Það var einhver hluti þjóðarinnar sem var þeirrar skoðunar að hér væri enn óvissa. Harðar deilur milli stjórnmálaflokkanna og deilur um samskipti okkar við önnur ríki,“ sagði Ólafur Ragnar aðspurður um hvað hefði orðið til þess að hann hefði skipt um skoðun. Vísaði hann þar með í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar þessarar ákvörðunar.



Í fylgiskönnun Fréttablaðsins um helgina kom í ljós að Jón Gnarr nýtur yfirburðastuðnings sem næsti forseti landsins með 47 prósenta stuðning en Ólafur Ragnar með níu prósenta stuðning. Jón Gnarr sagðist í viðtali við Fréttablaðið vera að íhuga framboð í ljósi niðurstöðunnar. Ólafur hvatti Jón Gnarr, ásamt öllum þeim sem íhuga forsetaframboð, að kynna sér störf embættisins á vefsíðu þess.

Hér má sjá þáttinn í heild sinni. 


Tengdar fréttir

Flestir vilja að Jón Gnarr taki við af Ólafi Ragnari Grímssyni

Jón Gnarr, Ólafur Ragnar Grímsson og Ragna Árnadóttir eru þau nöfn sem fólk nefnir helst þegar það er spurt hvern það vilji helst sjá sem næsta forseta Íslands. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sýnir að Jón er vinsælli á meðal karla en kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×