Innlent

Ólafur Ragnar fluttur af Bessastöðum: Undirbúningur stendur yfir fyrir komu nýrrar forsetafjölskyldu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í Nice í júní.
Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í Nice í júní. vísir/vilhelm
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti af Bessastöðum fyrir einhverju síðan. Þetta staðfesti Örnólfur Thorsson, forsetaritari, í samtali við Vísi.

Með flutningnum lýkur tuttugu ára dvöl Ólafs Ragnars á Bessastöðum. Árið 2011 festu Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff kaup á húsi í Mosfellsbæ og er líklegt að hjónin hafi flutt föggur sínar þangað.

Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands mánudaginn 1. ágúst næstkomandi, frídegi verslunarmanna. Ekki er búist við að Guðni og fjölskylda flytji strax inn á Bessastaði, en þau hafa sett hús sitt á Seltjarnarnesi á leigu.

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segirí samtali við Vísi að framkvæmdir séu hafnar til að undirbúa komu nýrrar forsetafjölskyldu. Jafnframt segir Ragnhildur að ekki liggi fyrir nákvæm dagsetning en vonað er að Guðni, Eliza og börn geti flutt inn bráðlega.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×