Fótbolti

Ólafur Páll tjáir sig um ummæli Ólafs Þórðarssonar

Ólafur Páll í leiknum umrædda.
Ólafur Páll í leiknum umrædda. Vísir/Stefán
Hlaðvarpsþátturinn Eusebio er á tveggja vikna fresti á netinu. Sjötti þátturinn var nokkuð athyglisverður þar sem Ólafur Páll Snorrason tjáði sig meðal annars um ummæli Ólafs Þórðarssonar.

Sigríður Ásgeirsdóttir er að leggja hönd á lokaverkefni sitt í Þjóðfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknin snerist um samkynhneigð í knattspyrnunni, en hún heimsótti Örvar Smárason og Björn Teitsson í þáttinn Eusebio í stúdíó Alvarpsins.

Sigríður segir frá rannsókn sinni í þættinum, en einnig kemur Ólafur Páll Snorrason, fyrirliði FH, í þáttinn og ræðir ummæli Ólafs Þórðarsonar, þjálfara Víkings, í garð Ólafs Páls í leik FH og Víkings á dögunum. Ólafur Þórðarson sagði við nafna sinn Pál að það væri ekki nóg að vera með skegg til þess að vera karlmaður.

Ólafur Páll ræddi einnig toppbaráttuna sem framundan er og tíma Ólafs Páls í atvinnumennskunni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér neðst í fréttinni, en hér má sjá síðu þáttarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×