Viðskipti innlent

Ólafur Ólafsson vill byggja hótel við Suðurlandsbraut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson vísir/vilhelm
Ólafur Ólafsson, fjárfestir og eigandi Samskipa, hyggst byggja hótel við Suðurlandsbraut 18 en skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag á lóð hússins vegna þessa.

Breyting á deiliskipulagi felur í sér að byggt verður við húsið sem nú er fyrir á Suðurlandsbraut 18 auk þess sem leyfilegt verður að hafa hótel þar.

Svona mun húsið líta út eftir breytingarnar.mynd/ask arkitektar
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en húseignin við Suðurlandsbraut 18 er í eigu eignarhaldsfélagsins Festis. Það félag er í 100 prósent eigu hollenska félagsins SMT Partners B.V. en í umfjöllun Viðskiptablaðsins árið 2010 um endurskipulagningu á fjárhag þess félags kom fram að það væri að það væri í eigu Ólafs Ólafssonar.

Hægt er að kynna sér málið nánar á vef Reykjavíkurborgar.

Eins og kunnugt er situr Ólafur nú í fangelsinu Kvíubryggju þar sem hann afplánar nú fjögurra og hálfs árs dóm vegna aðkomu sinnar að Al Thani-málinu. Ólafur hefur óskað eftir endurupptöku á máli sínu þar sem hann telur að sönnunargögn í því hafi verið ranglega metin. Þá hefur hann jafnframt vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Hér að neðan má sjá viðtal Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns, sem hann tók við Ólaf og samfanga hans á Kvíabryggju, þá Sigurð Einarsson og Magnús Guðmundsson, fyrr í þessum mánuði.


Tengdar fréttir

Segir Hæstarétt hafa ruglað saman Ólum í Al Thani-dómi

Eiginkona Ólafs Ólafssonar segir að í fjögurra og hálfs árs fangelsisdómi Hæstaréttar sé Ólafi ruglað saman við lögfræðing að nafni Ólafur. Grundvallaratriði segir lögmaður Ólafs. Þeir íhugi nú að krefjast endurupptöku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×