Ólafur og félagar unnu međ marki á lokamínútunum

 
Fótbolti
13:30 17. JANÚAR 2016
Ólafur í leik međ Genclerbirligi.
Ólafur í leik međ Genclerbirligi. VÍSIR/AFP

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Genclerbirligi náðu í frábæran sigur, 3-2, á Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sercan Kaya kom heimamönnum í Rizespor yfir í leiknum og kom markið eftir tíu mínútna leik. Tíu mínútum síðar jafnaði Bogdan Stancu fyrir Genclerbirligi og aðeins þrem mínútum eftir það kom Ahmet Yilmaz Calik liðinu yfir 2-1.

Þannig var staðan í hálfleik en það var Leonard Kweuke sem jafnaði metin fyrir heimamenn úr vítaspyrnu.  Það var síðan Djalma sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og tryggði Genclerbirligi ótrúlega mikilvægan sigur.

Genclerbirligi er í 15. sæti deildarinnar með 16 stig og því komið úr fallsætinu. Rizespor er í því níunda með 24 stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Ólafur og félagar unnu međ marki á lokamínútunum
Fara efst