FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 09:30

Stórefnilegur framherji Kósóvó bíđur enn eftir leikheimild

SPORT

Ólafur og félagar međ sjö stiga forskot á toppnum

 
Handbolti
19:28 15. FEBRÚAR 2016
Ólafur Guđmundsson fagnar marki međ Kristianstad.
Ólafur Guđmundsson fagnar marki međ Kristianstad. MYND/KRISTIANSTAD

Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handbolta, og félagar hans í sænska úrvalsdeildarliðinu Kristianstad unnu öruggan sigur á Malmö, 29-21, á útivelli í kvöld.

Topplið Kristianstad var sex mörkum yfir í hálfleik, 15-9, en aðeins var spurning um hversu stór sigur gestana yrði. Hann varð á endanum átta mörk.

Ólafur skoraði fimm mörk úr fimm skotum fyrir Kristianstad sem er, eftir sigurinn í kvöld, með 44 stig, sjö stigum meira en Alingsås sem er í öðru sætinu.

Kristianstad er aðeins búið að tapa einum leik af 23 í deildinni og stefnir hraðbyri að deildarmeistaratitlinum. Sænska liðið hefur verið í miklu stuði að undanförnu og náði sterku jafntefli gegn Kielce í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Annað Íslendingalið, Ricoh, tapaði í kvöld á heimavelli, 24-18, fyrir Lugi. Lugi er í baráttu um sæti í úrslitakeppninni en Ricoh er í tíunda sæti með þrettán stig eftir tapið í kvöld.

Lugi var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10, og náði mest fimm marka forskoti í seinni hálfleik, 21-16. Heimamönnum gekk illa að saxa á forskot gestanna.

Magnús Óli Magnússon koraði fjögur mörk úr fimm skotum fyrir Ricoh, þar af eitt úr vítakasti, en Tandri Már Konráðsson átti ekki góðan dag og skoraði aðeins eitt mark í sex tilraunum.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Ólafur og félagar međ sjö stiga forskot á toppnum
Fara efst