Handbolti

Ólafur og félagar einum sigri frá undanúrslitunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Mynd/HSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad eru komnir í 2-1 á móti Hammarby í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir 21-15 sigur á heimavelli í dag.

Ólafur skoraði 3 mörk úr 9 skotum í leiknum og átti eina stoðsendingu að auki á félaga sína. Ólafur hefur oft verið meira áberandi en í þessum leik í kvöld en allt liðið var að spila flotta vörn enda fengu þeir aðeins fimmtán mörk á sig.

Ólafur var einn af fimm leikmönnum Kristianstad sem skoraði þrjú eða fjögur mörk í leiknum en Dan Beutler átti flottan leik í markinu og varði 52 prósent skota sem á hann komu.

Kristianstad vann öruggan níu marka heimasigur í fyrsta leiknum en Hammarby jafnaði metin með 28-26 sigri í leik tvö. Ólafur hefur skorað samtals tíu mörk í þessum þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×