Handbolti

Ólafur kyssti boltann þegar hann kom fyrst inn á völlinn | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson í viðtali eftir leikinn.
Ólafur Stefánsson í viðtali eftir leikinn. Vísir/Daníel Rúnarsson
Ólafur Stefánsson spilaði með danska liðinu KIF Kolding í dag þegar liðið mætti RK Zagreb í seinni leik sínum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta.

Þetta var væntanlega síðasti leikur Ólafs á ferlinum en það er þó aldrei hægt að segja aldrei hjá þessum mikla keppnismanni sem allir héldu að hefði spilað síðasta leikinn sinn í júní 2013.

KIF Kolding þurfti að vinna upp fimm marka forskot frá því í fyrri leiknum í Zagreb og það tókst ekki. KIF Kolding vann leikinn 23-21 en það dugði ekki og Króatarnir eru því komnir áfram í átta liða úrslitin.  

Ólafur, sem verður 42 ára gamall í sumar, tók skóna af hillunni til þess að hjálpa KIF Kolding í þessum leik en honum tókst þó ekki að skora í leiknum í kvöld.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af því þegar Ólafur snéri aftur í Meistaradeildina eftir margra ára fjarveru en hann hefur unnið hana alls fjórum sinnum á ferlinum með bæði Magdeburg og Ciudad Real.

Þar má meðal annars sjá það þegar Ólafur kyssir boltann þegar hann kemur fyrst inn á völlinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×