Fótbolti

Ólafur Kristjánsson og lærisveinar töpuðu gegn FCK

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Ernir
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Nordsjælland töpuðu fyrir FCK í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1.

Nordsjælland mætti með fullt sjálfstraust á Parken eftir að hafa unnið fyrsta leikinn í deildinni gegn Vestjælland, 3-2.

Þeir lentu hins vegar undir á markamínútunni, þeirri 44., en Mathias Joergensen kom heimamönnum yfir.

Það var svo annar Joergensen sem skoraði mark númer tvö hjá FCK, en nú var röðin kominn að Nicolai sem kom heimamönnum í 2-0 og hálftími til leiksloka.

Varamaðurinn Kim Aabech minnkaði muninn fyrir Nordsjælland í uppbótartíma, en nær komust gestirnir ekki og FCK með sterkan sigur á þjóðarleikvangnum.

Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Nordsjælland og Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahóp FCK vegna meiðsla í baki.

FCK er með fjögur stig í öðru sæti deildarinnar eftir tvo leiki, en Nordsjælland í því sjötta með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×