Fótbolti

Ólafur Ingi fjarlægist fallbaráttuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AFP
Zulte-Waregem heldur áfram að safna stigum í belgísku úrvalsdeildinni en eftir erfiða byrjun á tímabilinu horfir nú til betri vegar.

Ólafur Ingi Skúlason var í byrjunarliðinu er Zulte-Waregem skellti Gent, sem er í þriðj sæti deildarinnar, á heimavelli í kvöld, 2-1.

Rami Gershon kom Gent reyndar yfir á sautjándu mínútu en gestirnir misstu mann út af með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleikinn.

Bryan Verboom jafnaði metin á 62. mínútu og Yarouba Ciassako skoraði sigurmark Zulte-Waregem níu mínútum fyrir leikslok. Ólafur Ingi lék fyrstu 73 mínúturnar í leiknum.

Zulte vann fyrsta leik tímabilsins en svo níu leiki í röð án sigurs. Síðan þá hefur liðinu gengið betur og nú unnið fjóra leiki af síðustu sjö. Liðið er komið með nítján stig og er í tólfta sæti af sextán liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×