Körfubolti

Ólafur Helgi líklega á förum til Þórs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Helgi er væntanlega á förum til Þórs.
Ólafur Helgi er væntanlega á förum til Þórs. vísir/vilhelm
Njarðvíkingurinn Ólafur Helgi Jónsson er að öllum líkindum á förum til Þórs í Þorlákshöfn. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.

Í samtali við Víkurfréttir segist Ólafur þurfa að breyta til á þessum tímapunkti á ferlinum.

„Mér fannst ég bara þurfa breytingu. Ég hef svo sem ekki verið sáttur við mitt hlutskipti. Ég kannski tel líka að ég þurfi að fara eitthvert annað til þess að verða betri leikmaður. Kannski hef ég náð mínu „potential“ hjá Njarðvík,“ sagði Ólafur en bróðir hans, Guðmundur, lék með Þór við góðan orðstír fyrir nokkrum árum.

Fari svo að Ólafur söðli um verður hann annar leikmaðurinn sem færir sig um set frá Njarðvík til Þórs eftir tímabilið en Maciej Baginski er þegar búinn að semja við Þórsara. Þá er þjálfari Þórs, Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur.

Ólafur, sem verður 24 ára síðar á árinu, var með 7,0 stig, 3,5 fráköst og 1,2 stoðsendingar að meðatali í leik í vetur.


Tengdar fréttir

Björn í Njarðvík

Björn Kristjánsson er genginn í raðir Njarðvík frá Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla í körfubolta. Karfan.is greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×