Handbolti

Ólafur Bjarki samdi við nýliðana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ólafur Bjarki Ragnarsson er genginn til liðs við Eisenach sem verður nýliði í þýsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Ólafur Bjarki er 26 ára leikstjórnandi sem varð Íslandsmeistari með HK árið 2012. Hann hefur spilað með Emsdetten síðastaliðin tvö ár en verið mikið frá vegna meiðsla.

Hann sleit krossband í hné í febrúar í fyrra og var svo einnig að glíma við bakmeiðsli á síðasta tímabili.

Eisenach vann sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í vor en þeir Hannes Jón Jónsson og Bjarki Már Elísson léku með liðinu. Báðir fóru frá félaginu í sumar - Hannes Jón gerðist spilandi þjálfari hjá West Wien í Austurríki og Bjarki Már samdi við Füchse Berlin.

Aðalsteinn Eyjólfsson var þjálfari Eisenach frá 2010 þar til í október í fyrra. Hann tók svo við Hüttenberg í byrjun ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×