Handbolti

Ólafur Bjarki og félagar fengu skell gegn Hamburg | Úrslit dagsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ólafur Bjarki í leik með íslenska landsliðinu.
Ólafur Bjarki í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/getty
Ólafur Bjarki Ragnarsson og félagar fengu 14 marka skell á útivelli gegn Hamburg í þýsku deildinni í handbolta í dag. Ólafur komst á blað með eitt mark.

Hamburg náði forskotinu strax á fyrstu mínútu og var komið með sex marka forskot um miðbik fyrri hálfleiks og leiddi með tólf mörkum í hálfleik. Hamburg náði þegar mest var átján marka forskoti í seinni hálfleik en Eisenach náði aldrei að ógna forskotinu.

Ólafur Bjarki komst á blað með eitt mark en hann tapaði boltanum einu sinni í leiknum en næsti leikur Eisenach er gegn Wetzlar eftir viku.

Hvorki Stefán Rafn Sigurmannsson né Alexander Petersson komust á blað í öruggum 12 marka sigri Rhein-Neckar Löwen á TuS Lubbecke í fyrri leik dagsins. Alexander sem hefur verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur var með eina stoðsendingu í leiknum og varði eitt skot.

Löwen er því áfram með fullt hús stiga eftir átta umferðir með fjögurra stiga forskot á Kiel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×