MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 07:30

Brassar langfyrstir ađ tryggja sér sćti á HM og settu met

SPORT

Ólafur Bjarki fer til Vínar

 
Handbolti
10:00 16. MARS 2017
Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson. VÍSIR

Ólafur Bjarki Ragnarsson hefur samið við austurríska úrvalsdeildarfélagið Westwien til næstu tveggja ára og gengur til liðs við félagið í sumar.

Frá þessu er greint á heimasíðu austurríska félagsins en Ólafur Bjarki gerir tveggja ára samning við Westwien.

Ólafur Bjarki varð Íslandsmeistari með HK árið 2012 en hefur síðan spilað með Emsdetten og Eisenach í Þýskalandi.

Hann hefur á köflum þurft að glíma við erfið meiðsli en hefur komið við sögu í nítján leikjum með Eisenach í þýsku B-deildinni á tímabilinu og skorað í þeim 43 mörk.

Ólafur Bjarki er 28 ára og segir í viðtali á heimasíðu Westwien að ákvörðunin fyrir hann hafi verið einföld. Hann ætli sér að hjálpa liðinu að komast í hóp þriggja bestu liða Austurríkis og setur stefnuna á að verða meistari.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Ólafur Bjarki fer til Vínar
Fara efst