Innlent

Ólafur Arnarson nýr formaður Neytendasamtakanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafur Arnarson.
Ólafur Arnarson.
Hagfræðingurinn Ólafur Arnarson var í dag kjörinn nýr formaður Neytendasamtakanna. Ólafur hlaut yfirburðakosningu með 129 atkvæði af 232. Næstir voru þeir Teitur Atlason, varaformaður samtakanna, og Guðjón Sigurbjartsson, báðir með 47 atkvæði.

Á Facebooksíðu sinni segist Ólafur hlakka til að hella sér af fullum krafti í baráttuna fyrir neytendur á Íslandi. Teitur hefur óskað honum til hamingju með sigurinn.

Í samtali við fréttastofu RÚV segir Ólafur að hann vilji koma neytandaappi í snjalltæki Íslendinga. Þar verði hægt að gera samanburð á verði og gæðum.

Ólga var innan samtakanna fyrir fundinn vegna þess fjölda sem boðaði komu sína á fundinn. Um 300 manns skráðu sig en rúmur helmingur þeirra gerði það á síðustu stundu. Um hundrað manns mættu á aðalfund Neytendasamtakanna í fyrra.

Uppstillingarnefnd samtakanna hafði metið Ólaf hæfastan til að gegn stöðu formanns, en sú ákvörðun hafði verið gagnrýnd af félagsmönnum.






Tengdar fréttir

Smala í formannskjöri Neytendasamtakanna

Formaður Neytendasamtakanna segir að lög samtakanna þarfnist mikilla endurbóta. Val uppstillingarnefndar í formannskjöri er gagnrýnt. Þrefalt fleiri hafa boðað komu sína á aðalfundinn um næstu helgi heldur en á fundinn í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×