Tónlist

Ólafur Arnalds Island Songs: Með feðgum á Selvogi

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Georg, Hilmar og Ólafur við flutning Radda.
Georg, Hilmar og Ólafur við flutning Radda. Vísir/Jóhann Máni
Þriðja lagið úr Island Songs seríu Ólafs Arnalds er unnið með feðgunum Hilmari Erni Agnarssyni og Georg Kára Hilmarssyni. Lagið heitir Raddir og er það South Iceland Chamber kórinn sem flytur ásamt Ólafi og strengjasveit hans. Lagið er hljóðritað í kirkjunni við Selvog.

Feðgarnir eiga svipaðar tónlistarsögur. Báðir ruddu sér inn á tónlistarbrautina sem bassaleikarar í framúrstefnulegum sveitum. Hilmar Örn plokkaði bassann með Þey en Georg Kári með Sprengjuhöllinni. Báðir menntuðu þeir sig svo í klassískri tónlist og starfa sem tónskáld og útsetjarar.

Georg Kári hefur ekki lagt bassann alfarið á hillunar því hann spilar með hljómsveit Markúsar Bjarnasonar sem heitir Diversion Sessions.

Hér fyrir neðan má heyra og sjá þriðja lagið af sjö úr Island Songs seríunni en nýtt er gefið út á hverjum mánudegi í allt sumar. Það er Baldvin Z sem leikstýrir tökunum en hann vinnur að bíómynd um verkefni í leiðinni sem frumsýnd verður í október. Um myndtöku sér Jóhann Máni Jóhannsson.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×