Handbolti

Ólafur: Það verður meiri harka gegn Slóvenum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur lætur vaða á markið í gær.
Ólafur lætur vaða á markið í gær. vísir/afp
„Nóttin var allt í lagi en við sofnuðum svolítið seint enda var leikurinn búinn seint. Vorum smá ryðgaðir í morgun,“ sagði skyttan Ólafur Andrés Guðmundsson nokkuð léttur fyrir æfingu landsliðsins í dag.

„Eftir góðan kaffibolla og morgunmat voru allir orðnir hressir. Náðum að kreista síðan út tvo stutta myndbandsfundi þannig að það eru allir farnir að horfa fram á veginn.“

Spánverjaleikurinn er frá og nú eru það Slóvenar sem bíða.

„Þeir eru ekki jafn þungir og Spánverjarnir en sóknarlega hafa Slóvenarnir sama leikstíl. Vinna mikið með klippingar og línu. Þeir eru agressívari varnarlega en ég held að við getum nýtt okkur varnarleikinn sem við náðum í fyrri hálfleik. Ef við náum upp sama varnarleik gætum við náð nokkuð góðum tökum á þeim,“ segir Ólafur en menn verða líka að vera á tánum þar sem Slóvenar vilja spila hratt.

„Þeir eru með flotta hornamenn og sneggri og léttari en Spánverjarnir. Ég reikna með þeim í agressívri 6/0 vörn og mæta okkur framar en Spánverjar. Það verður meiri harka í þessum leik og átök.

„Við verðum að hafa einbeitinguna í lagi í 60 mínútur og megum ekki kasta boltanum frá okkur. Einbeitingin mun skipta gríðarlegu máli í þessum leik.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Arnór: Skrokkurinn er frábær

Arnór Atlason er ekki týpan sem kvartar mikið og sagðist vera fínn í skrokknum eftir leikinn gegn Spánverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×