Íslenski boltinn

Ólafur: Guð almáttugur gerir þetta ekki fyrir okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Þórðarson lætur í sér heyra.
Ólafur Þórðarson lætur í sér heyra. vísir/stefán
„Ég er auðvitað drullufúll með að tapa þessum leik. Við áttum meira skilið,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

„Við sköpuðum okkur fullt af færum og gefum þeim svo auðveld færi þar að auki. Við vorum sjálfum okkur verstir. Stjarnan skoraði úr fyrstu sókninni sinni í leiknum og menn voru einfaldlega ekki vaknaðir þá.“

Víkingar fengu sem fyrr færi mörg góð færi til að skora í kvöld. „Oft vill það verða þannig að þegar menn fá of góð færi þá slaknar á einbeitingunni. En það er einmitt gallinn og það er það sem gerðist í dag.“

Iliyan Garov fór meiddur af velli í sínum fyrsta leik í sumar en Ólafur telur að það hafi þrátt fyrir allt ekki riðlað leik Víkinga mikið. „Ekki neitt sérstaklega. Eitthvað smotterí en við héldum áfram að vera betra liðið á vellinum og skapa okkur færi. Hvað meira getur maður beðið um - Guð almáttugur gerir þetta ekki fyrir okkur, við verðum að gera það sjálfir.“

Hann segir að rauða spjaldið á Lowing hafi verið réttur dómur. „Hann átti frekar að sleppa honum í gegn,“ sagði Ólafur.

Sigurmarkið hjá Rolf Toft:

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×