Ólafur: Erum ađ leita ađ nýjum leikmönnum

 
Íslenski boltinn
08:00 02. MARS 2017
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, segist vera í leikmannaleit.

Valsmenn hafa misst sterka leikmenn í vetur. Kristinn Freyr Sigurðsson, besti leikmaður Pepsi-deildar karla í fyrra, fór til Sundsvall og þá koma Danirnir Andreas Albech og Kristian Gaarde ekki aftur.

Valur samdi í gær við Sindra Scheving og danska framherjann Nicolas Bøgild. En Valsmenn eru hvergi nærri hættir á leikmannamarkaðinum.

„Við misstum þrjá mjög góða leikmenn. Við erum að leita að nýjum mönnum og það gengur ágætlega,“ sagði Ólafur í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

„Það er þokkalega langt í mótið núna. Þessir leikmenn sem við misstum fóru erlendis og við grátum það ekki. Við erum ánægðir ef leikmenn frá okkur fara í atvinnumennsku. Það er viðurkenning á okkar störfum,“ bætti Ólafur við.

Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Íslenski boltinn / Ólafur: Erum ađ leita ađ nýjum leikmönnum
Fara efst