Enski boltinn

Ólafur: Einbeiti mér nú að Blikum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Valli
Ólafur Kristjánsson segir í viðtali sem birtist á heimasíðu Nordsjælland að hann hlakki til að takast á við nýjar áskoranir.

Í morgun var tilkynnt að Ólafur muni taka við liði Nordsjælland í lok tímabilsins en fram að 2. júní mun hann stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla.

„Mér þykir mikið til þess koma hvernig FC Nordsjælland hefur starfað, bæði innan vallar sem utan,“ sagði Ólafur. „Ég hlakka mikið til að halda áfram að taka þátt í þróun félagsins, leik liðsins og leikmannanna.“

Kasper Hjulmand mun fara frá Nordsjælland í sumar en hann hefur verið orðaður við Heerenveen í Hollandi. Ólafur þekkir vel til Hjulmand.

„Ég ber mikla virðingu fyrir því starfi sem Kasper Hjulmand hefur gert og metnaður minn er að byggja á því starfi sem hann hefur unnið.“

Ólafur var hjá AGF í Danmörku frá 1997 til 2004. Fyrst sem leikmaður í þrjú ár en svo sem þjálfari yngri liða og svo aðstoðarþjálfari.

Hann kom svo heim til Íslands og þjálfaði Fram áður en hann tók við Breiðabliki um mitt sumar 2006.

„Ég er fyrst og fremst þjálfari sem vill vinna leiki. Ég vil að liðið spili með boltann og þróa bæði liðið og einstaka leikmenn.“

„Ég vona að mér takist að ég nái að koma því áleiðis hjá FC Nordsjælland, sem ég þekki þegar vel. FC Nordsjælland fær nú afar metnaðarfullan þjálfara sem vill fara langt með félagið.“

Ólafur segist þó fyrst ætla að ljúka sínum skylduverkum á Íslandi. „Ég ætla að ljúka mínum störfum hjá Breiðabliki eftir átta ár þar. Á fimmtudaginn leikum við til úrslita í deildabikarkeppninni og vil ég nota alla mína orku til að klára það verkefni.“


Tengdar fréttir

Guðmundur tekur við Breiðabliki

Guðmundur Benediktsson mun stýra liði Breiðabliks í Pepsi-deild karla sumar þar sem að Ólafur Kristjánsson er hættur störfum hjá félaginu.

BT: Ólafur á leið til Nordsjælland

Danska blaðið BT staðhæfir að danska úrvalsdeildarfélagið Nordsjælland eigi í viðræðum við Ólaf Kristjánsson, þjálfara Breiðabliks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×