Íslenski boltinn

Ólafsvíkingar flugu upp í Pepsi-deildina með stæl

Úr leik hjá Víkingi í sumar.
Úr leik hjá Víkingi í sumar.
Víkingur frá Ólafsvík tryggði sér í dag sæti í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sögu félagsins. Ólafsvíkingar unnu þá sigur á KA, 0-4, á Akureyri.

Víkingur fylgir Þór frá Akureyri upp í efstu deild en Þór er þegar búinn að vinna deildina.

Ólafsvíkingum dugði eitt stig í dag til þess að tryggja sér úrvalsdeildarsætið en þeir gerðu gott betur.

Fyrsta mark leiksins skoraði Edin Beslija einum fimmtán mínútum fyrir leikslok. Torfi Karl Ólafsson skoraði svo fimm mínútum fyrir leikslok en Ólafsvíkingar létu ekki þar við sitja því Eldar Masic skoraði þriðja markið tveim mínútum síðar.

Það var Björn Pálsson sem batt endahnútinn á veislu Ólafsvíkinga er hann skoraði fjórða markið á lokamínútunni.

KA var eina liðið sem gat náð Víkingi en þeir sitja eftir með sárt ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×