Golf

Ólafía Þórunn mætir besta kylfingi heims í næsta móti

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær að spreyta sig gegn þeirri bestu í Ástralíu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fær að spreyta sig gegn þeirri bestu í Ástralíu. mynd/gsí/seth
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi síðustu viku, mætir strax til leiks á næsta mót á mótaröðinni sem fram fer í Ástralíu.

Mótið heitir ISPS Handa Women´s Australian Open en það hefst 16. febrúar. Það fer fram í Grange í suður-Ástralíu en Grange er úthverfi Adelaide.

Sterkir kylfingar eru skráðir til leiks í mótið en einn þeirra er Lydia Ko, besti kylfingur heims. Þessi ótrúlega 19 ára gamla stelpa frá Nýja-Sjálandi trónir á toppi heimslistans en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún unnið fjórtán LPGA-mót og tvö risamót.

Ko, sem varð í öðru sæti á Ólympíuleikunum í Ríó, var ekki með á Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum en tímabilið hennar á LPGA-mótaröðinni hefst í Ástralíu.

Ariya Jutanugarn frá Taílandi, sem er í öðru sæti heimslistans, er einnig skráð til leiks á opna ástralska mótið en þessi 21 árs gamli kylfingur á fimm LPGA-sigra að baki og þá vann hún opna breska mót kvenna á síaðsta ári sem er eitt af risamótunum fimm.

Ólafía Þórunn kemur heim til Íslands á milli móta og þarf því að ferðast um 23.000 kílómetra á næstu dögum en hún er vissulega vön löngum ferðalögum.


Tengdar fréttir

Geggjað að vera undir pari þrjá daga af fjórum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þreytti frumraun sína á LPGA-mótaröðinni í golfi á Bahamaeyjum. Ólafía lék samtals á fimm höggum undir pari. Hún átti erfitt uppdráttar á laugardaginn en náði sér á strik í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×