Golf

Ólafía Þórunn Íslandsmeistari á metskori

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR varð Íslandsmeistari í golfi í þriðja sinn í dag þegar hún tryggði sér titilinn á Jaðarsvelli á Akureyri.

Ólafía Þórunn lék frábærlega allt mótið en aldrei betur en á lokahringnum í dag þar sem hún kláraði holurnar átján á fimm höggum undir pari.

Ólafía Þórunn endaði því á ellefuhöggum undir pari sem er besta skor hjá Íslandsmeistara kvenna frá upphafi. Hún bætti gamla metið um tólf högg.

Ólafía fékk mikla samkeppni frá Valdísi Þóru Jónsdóttur sem endaði á tveimur höggum á eftir Ólafíu eða á níu höggum undir pari.

Þær tvær voru í algjörum sérflokki hjá konunum en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili endaði í þriðja sætinu tveimur höggum á eftir nýkrýndum Íslandsmeistara.

Ólafía Þórunn og Valdís Þóra eru báðir atvinnumenn í íþróttinni og sýndu með frammistöðu sinni á mótinu á Jaðarsvelli að þær eru báðar að bæta sig mikið nú þegar þær geta einbeitt sér algjörlega að íþróttinni.

Ólafía Þórunn lék alla fjóra hringina á undir pari. Hún var með 19 fugla á holunum 72 og tapaði höggi á aðeins sjö holum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×