MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 07:30

Brassar langfyrstir ađ tryggja sér sćti á HM og settu met

SPORT

Ólafía Ţórunn byrjar ađ spila klukkan 19.23 í kvöld | Í 46. sćti eftir fyrsta daginn

 
Golf
15:15 17. MARS 2017
Ólafía Ţórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Ţórunn Kristinsdóttir. VÍSIR/VILHELM

Það er spennandi dagur framundan hjá Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur en í kvöld spilar hún sinn annan hring á Bank of Hope Founders meistaramótinu í Phoenix er mótið er hluti af LPGA mótaröðinni.

Ólafía Þórunn spilaði frábærlega á fyrsta hringnum í gær, náði meðal annars einum erni og endaði á því að leika á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Þessi spilamennska Ólafíu Þórunnar skilaði henni upp í 46. sæti en hún þarf samt að halda vel á kylfunni í dag ætli hún að ná niðurskurðinum sem er núna áætlaður við tvö högg undir par eins og staðan er núna.

Ólafía Þórunn hefur leik klukkan 12.23 að staðartíma eða klukkan 19:23 að íslenskum tíma. Það verður fylgst með henni í beinni á Vísi og klukkan 22.00 hefst síðan útsending frá öðrum degi Bank of Hope Founders meistaramótsins á Golfstöðinni.

Íslandsmeistarinn er annars í sannkölluðum „stjörnuráshóp“ fyrstu tvo keppnisdagana  Þar leikur atvinnukylfingurinn úr GR með Cheyenne Woods og Michelle Wie en þær eru báðar frá Bandaríkjunum. Michelle Wie lék á sjö höggum undir pari og var í hóp efstu kvenna eftir fyrsta daginn.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Ólafía Ţórunn byrjar ađ spila klukkan 19.23 í kvöld | Í 46. sćti eftir fyrsta daginn
Fara efst