Golf

Ólafía Þórunn: Er ennþá að ná áttum en tilfinningin er ótrúleg

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Tilfinningin er ótrúleg, ég er ennþá að ná áttum en þetta var alveg ótrúlega gaman,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, í samtali við Golfsamband Íslands eftir að hafa tryggt sér sæti á LPGA-mótaröðinni á næsta ári.

Ólafía varð fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á þessa sterkustu mótaröð heims er hún hafnaði í öðru sæti á úrtökumóti í Flórída í dag.

„Ég var alveg róleg og ekkert stressuð en ég fann fyrir þreytu eftir langt mót. Ég reyndi að vera þolinmóð sem getur verið erfitt. Ég tók bara eitt högg fyrir í einu.“

Ólafía sagðist hafa reynt að dreifa huganum á milli hringja.

„Ég reyndi að hugsa sem minnst um golf, fór að versla og horfði á skemmtilega þætti og reyndi að dreifa huganum.“

Ólafía var þakklát fjölskyldu sinni og þeim sem hafa komið að golferlinum hennar en bróðir hennar var kylfuberi um helgina.

„Ég er þakklát öllum þeim sem hafa komið að golferlinum mínum. Fjölskyldu, þjálfurum, nuddaranum og að sjálfsögðu styrktaraðilunum mínum,“ sagði Ólafía sem sagðist ætla að fagna árangrinum á veitingarstað í kvöld.

Viðtal GSÍ við Ólafíu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

LPGA-tímabilið hjá Ólafíu hefst á Bahamaeyjum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, tryggði sér þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni í golfi, sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í dag fyrst allra íslenskra kvenna.

Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, hafnaði í öðru sæti á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðinna sem lauk rétt í þessu en með því tryggði hún sér þátttökurétt á þessari sterkustu atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×