Golf

Ólafía tekur þátt í úrtökumótaröðinni fyrir Evrópumótaröðina

Ólafía lék frábært golf alla helgina.
Ólafía lék frábært golf alla helgina. mynd/LET/tristan jones
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingurinn úr GR, hefur ekki lokið leik á þessu ári en hún verður meðal þátttakenda í úrtökumóti fyrir LET-mótaröðina í Marakkó síðar í mánuðinum.

Ólafía tryggði sig inn á LPGA-mótaröðina fyrst allra Íslendinga fyrr í dag en LET-mótaröðin er næst-sterkasta atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum.

Ólafía hafnaði í 96. sæti á peningalistanum á fyrsta tímabili sínu á LET-mótaröðinni en fyrir vikið þarf hún að fara í úrtökumótið á ný.

Endaði hún einu sinni í 16. sæti en hún var um tíma í toppbaráttunni á sterku móti í Abú Dabí en hún hafnaði í 26-30. sæti í því móti.

Fer mótið fram á Amekelis og Samanah völlunum í Marakkó þann 17-22. næstkomandi en takist henni að tryggja þátttökurétt sinn í LET-mótaröðinni á næsta ári hefur nánast frjálst val um hvaða mót hún tekur þátt í á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×