Golf

Ólafía missti flugið undir lokin en komst í gegnum niðurskurðinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/daníel
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst í gegnum niðurskurðinn á Costa del Sol Open-mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í dag.

Ólafía Þórunn lék annan hringinn í dag á á 73 höggum eða einu höggi yfir pari vallarins. Hún spilaði á tveimur höggum yfir í gær og er því í heildina á þremur höggum yfir pari eftir 36 holur.

Hún fékk fjóra fugla í dag, þar af tvo í röð á tíundu og tólftu holu. Þá var búin búin að fá þrjá skolla og var á einu höggi undir pari en Ólafía missti flugið á síðustu tveimur holunum og fékk skolla á þeim báðum.

Ólafía kemst samt í gegnum niðurskurðinn en hún hefði þurft að vera á fimm höggum yfir pari til að verða send heim. Hún er sjö höggum á eftir efstu konu, Azahara Munoz, sem er á sex höggum undir pari.

Besti árangur Ólafíu Þórunnar á móti á Evrópumótaröðinni í ár er ellefta sæti á Tipsport Golf Masters mótinu sem fór fram í Tékklandi í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×