Innlent

Ökutækjatryggingar hækka vegna meiri tjónakostnaðar

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Vísir
Fólk er í auknum mæli að sækja sér bætur vegna smávægilegra líkamstjóna eftir umferðaslys. Þetta veldur því að iðgjöld ökutækjatrygginga eru að hækka. Þetta segir framkvæmdastjóri vátryggingasviðs hjá Verði. Hann vill meina að fjöldi lögmannstofa sem sérhæfi sig slysabótum hafi áhrif. 

Ástæður þess að tjónakosnaður tryggingafélaga er að aukast eru margþættar að sögn Sigurðar Óla Kolbeinssonar, framkvæmdastjóra vátryggingasviðs hjá Verði. Hann segir þenslu í samfélaginu vera einn áhrifavald. Þá hafi launavísitala vaxið mikið að undanförnu en bætur fyrir líkamstjón taki mið af launum í landinu. 

Stærstur hluti líkamstjóna sem bætt eru á Íslandi séu minniháttar líkamstjón eða svokallaðir „whiplash“ áverkar sem eru vægir háls- og bakáverkar.

Sigurður segir að fjöldi lögmannstofa sem sérhæfi sig í slysabótum hafi áhrif. Í Bretlandi er þróunin eins en þar hafa neytendasamtök gagnrýnt kerfið og jafnvel kallað eftir því að whiplash áverkar verði undanþegnir skaðabótaskyldu. 

Hann segir að tryggingafélög neyðist til að bregðast við auknum tjónakosnaði með iðgjaldahækkunum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×