Innlent

Ökumaður lést eftir slys á Hringbraut

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Maðurinn lést fjórum dögum eftir slysið á Landspítalanum.
Maðurinn lést fjórum dögum eftir slysið á Landspítalanum.
Karlmaður á áttræðisaldri lést í lok febrúar eftir að hafa ekið upp á umferðareyju og staðnæmst á kantsteini við gatnamót Nauthólsvegar og Hringbrautar þann 15. febrúar síðastliðinn.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að maðurinn hafi látist á Landspítalanum 19. febrúar, fjórum dögum eftir slysið. Maðurinn var fæddur árið 1937.

Lögreglan greinir einnig frá því í tilkynningunni að fjórtán hafi slasast í átta mismunandi umferðarslysum í síðustu viku, dagana 22.-28. febrúar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×