Innlent

Ökumaður festist undir bílnum í alvarlegu umferðarslysi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ökumaðurinn og farþegarnir tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans.
Ökumaðurinn og farþegarnir tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans. vísir/gva
Alvarlegt umferðarslys varð síðastliðið fimmtudagskvöld þegar fólksbíll fór út af þjóðvegi 1 við Þorgeirsstaði í Lóni. Bifreiðin valt með þeim afleiðingum að ökumaðurinn, sem var í bílbelti, festist með efri hluta líkamans undir bifreiðinni. Vegfarandi sem var vitni að slysinu náði að mjaka bílnum og losa um ökumanninn.

Tveir aðrir farþegar voru í bílnum og voru þeir og ökumaðurinn fluttir með sjúkraflugi á slysadeild Landspítalans. Ökumaður bílsins var viðbeinsbrotinn og með ýmsa aðra áverka en farþegarnir voru minna slasaðir.

Að því er fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi mun ökumaðurinn hafa misst stjórn á bílnum þegar hann var búinn að taka framúr vörublutningabifreið með eftirvagni. Lögreglumenn á Höfn eru með málið í rannsókn.

Þá varð vinnuslys í Grímsnesi á fimmtudag þegar maður féll af vörubílspalli en verið var að draga inn rafmagnsvír á kefli sem var á vörubílspallinum. Vírinn festist en þegar hann losnaði slóst hann í manninn með þeim afleiðingm að hann féll tvo metra niður af pallinum.

Maðurinn átti með að hreyfa sig eftir fallið og var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Selfossi en ekki er vitað nánar um meiðsli mannsins. Starfsmaður Vinnueftirlitsins kom á vettvang til rannsóknar.

Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi vikuna 29. september til 5. október 2015.Alvarlegt umferðarslys varð á...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, 5 October 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×