Innlent

Oktavía Hrund kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Oktavía Hrund Jónsdóttir tekur við formennskunni af Smára McCarthy.
Oktavía Hrund Jónsdóttir tekur við formennskunni af Smára McCarthy. Píratar
Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum, en Oktavía er varaþingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi og alþjóðafulltrúi framkvæmdaráðs Pírata á Íslandi.

„Hún er með MA gráðu í alþjóðlegri þróunarfræði og samskiptum frá Hróarskelduháskóla. Oktavía situr í stjórn Freedom of the Press Foundation og síðstu ár hefur hún starfað við baráttu fyrir tjáningarfrelsi, friðhelgi einkalífsins og almennum mannréttindum á vegum alþjóðlegra stofnana víða um heim, til að mynda í Berlín, Kaupmannahöfn, Washington DC og á stríðshrjáðum svæðum í þróunarlöndunum.

Hrafndís Bára Einarsdóttir.Píratar
Píratar í Evrópu (European Pirate Party - PPEU) samanstanda af Píratahreyfingum í 20 löndum, þar á meðal Svíþjóð, Tékklandi, Belgíu og Póllandi,  auk Félags ungra Pírata í Evrópu,“ segir í tilkynningunni.

Oktavía Hrund tekur við formennsku af Smára McCarthy þingmanni. Auk Oktavíu var Hrafndís Bára Einarsdóttir kjörin í stjórn Pírata í Evrópu um helgina. Hún var í 3. sæti hjá Pírötum í Norðausturkjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar, er menntaður viðburðastjóri og starfar við Leiklistarskóla Leikfélags Akureyrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×