Fótbolti

Okkur leið illa að hafa tapað gegn Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neville og Hodgson reyna að senda skilaboð inn á völlinn gegn Íslandi. Neville virðist ekki skilja neitt í Hodgson.
Neville og Hodgson reyna að senda skilaboð inn á völlinn gegn Íslandi. Neville virðist ekki skilja neitt í Hodgson. vísir/getty
Englendingar fóru heim með skottið á milli lappanna á EM eftir að hafa tapað gegn Íslandi í 16-liða úrslitum keppninnar.

Gary Neville, aðstoðarmaður Roy Hodgson landsliðsþjálfara á EM, ræddi um EM í enska sjónvarpinu í gær.

„Okkur leið hrikalega illa að hafa tapað gegn Íslandi. Þetta var skellur fyrir leikmennina, Roy, mig og alla sem hafa lagt mikið á sig fyrir liðið í tvö ár,“ sagði Neville.

„Það má ekki gleyma því að liðið hafði verið að standa sig vel í tvö ár. Það var því mikil bjartsýni. Við höfðum unnið Þýskaland og staðið okkur vel gegn Hollandi og Frakklandi. Við vorum mjög bjartsýnir í aðdraganda mótsins.“

Allt hrundi þó í leiknum gegn Íslandi og breytti engu þó svo England hefði komist yfir snemma leiks.

„Ég mun aldrei geta útskýrt síðasta klukkutímann í leiknum gegn Íslandi. Ég er búinn að horfa á hann tvisvar og get ekki útskýrt hvað gerðist á vellinum. Ég hef aldrei séð leikmennina spila eins og þeir gerðu þarna.

„Við höfðum ekki náð sigri gegn Slóvakíu og Rússlandi en vorum samt að spila vel og rétt. Vorum að gera réttu hlutina. Á móti Íslandi var allt annað í gangi. Þá kom frammistaða sem við höfðum ekki séð í tvö ár.“


Tengdar fréttir

Carragher: Heimir vildi ekki taka við enska landsliðinu

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, verður á úrslitaleik Frakklands og Portúgals í kvöld á EM og situr við hlið Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, á leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×