Innlent

Ók utan í gangandi vegfarendur

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjórir ökumenn sem stöðvaðir voru í Hafnarfirði vegna gruns um ölvunarakstur reyndust undir áhrifum fíkniefna.
Fjórir ökumenn sem stöðvaðir voru í Hafnarfirði vegna gruns um ölvunarakstur reyndust undir áhrifum fíkniefna. Vísir/Getty
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning skömmu fyrir sjö í gærkvöldi um að ekið hefði verið utan í gagnandi vegfarendur í vesturborginni. Ökumaðurinn var handtekinn skömmu síður, grunaður um ölvun við akstur. Vitni gátu bent lögreglu á manninn þar sem hann hafði farið inn á veitingarstað í miðborginni.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í gærkvöldi voru tveir „mjög ölvaðir“ menn handteknir sem grunaðir voru um akstur bifreiðar sem þeir höfðu skilið eftir skömmu áður. Báðir voru vistaðir í fangageymslu þar til af þeim rann.

Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði fjóra ökumenn sem grunaðir voru um ölvunarakstur, en allir reyndust þeir undir áhrifum fíkniefna. Tveir þeirra höfðu verið sviptir ökuréttindum og ætluð fíkniefni fundust í einum bílnum.

Þar að auki var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í austurbænum. Honum var sleppt að lokinni sýnatöku, en í ljós kom að hann var ekki með ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×