Íslenski boltinn

Ójafnir leikir í Fótbolta.net mótinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Kristján Flóki Finnbogason kom FH á bragðið í dag.
Kristján Flóki Finnbogason kom FH á bragðið í dag. vísir/eyþór
Þrír leikir voru í Fótbolti.net mótinu í fótbolta í dag. ÍA rúllaði yfir Grindavík, Breiðablik skellti Keflavík og FH lagði ÍBV örugglega.

ÍA fór illa með Grindavík í Akraneshöllinni. ÍA vann leikinn 6-1 eftir að hafa verið 3-1 yfir í hálfleik.

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö fyrstu mörk leiksins áður en Andri Rúnar Bjarnason minnkaði muninn fyrir Grindavík. Steinar Þorsteinsson skoraði síðasta mark fyrri hálfeliks.

Þórður Þorsteinn Þórðarson, Ólafur Valur Valdimarsson og Albert Hafsteinsson skoruðu mörk ÍA í seinni hálfleik.

Breiðablik vann öruggan sigur á Keflavík í Reykjaneshöllinni 4-1 en staðan í hálfleik var 3-1 líkt og á leiknum á Akranesi.

Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir en Ari Steinn guðmundsson jafnaði metin. Sjálfsmark Keflavíkur kom Breiðabliki yfir á ný áður en Sólon Breki Leifsson skoraði þriðja markið fyrir hálfleik.

Atli Sigurjónsson gerði svo út um leikinn þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka.

Í öðrum leik dagsins í Akraneshöllinni lagði FH ÍBV 3-0 með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Kristján Flóki Finnbogason, Bergsveinn Ólafsson og Steven Lennon skoruðu mörk FH í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×