Enski boltinn

Óheppnin elti Arsenal ekki endalaust

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsenal-menn fagna hér sigri í Meistaradeildarleik á dögunum.
Arsenal-menn fagna hér sigri í Meistaradeildarleik á dögunum. Vísir/Getty
Arsenal hefur verið einstaklega óheppið með dráttinn í sextán liða úrslitin undanfarin ár en óheppnin elti lærisveinar Arsene Wenger ekki endalaust. Það kom í ljós í dag þegar Lundúnaliðið hafði heppnina með sér.

Arsenal dróst í dag á móti franska liðinu Mónakó sem vann sinn riðil þrátt fyrir að skora aðeins fjögur mörk í sex leikjum í riðlakeppninni. Mónakó var með Bayer Leverkusen, Zenit Sánkti Pétersborg og Benfica í riðli og fékk ellefu stig af átján mögulegum. Arsenal lenti í öðru sæti á markatölu í sínum riðli.

Arsenal var búið að lenda á móti stórliðum fjögur ár í röð, tvö síðustu ár á móti þýska liðinu Bayern München og þar á undan á móti risunum AC Milan og Barcelona. Í öll skiptin þurfti Arsenal að sætta sig við það að detta úr leik.

Arsenal komst síðast áfram í átta liða úrslitin tímabilið 2009-10 en liðið sló þá portúgalska liðið Porto út í sextán liða úrslitunum.



Arsenal og mótherjar liðsins í sextán liða úrslitunum síðustu ár:

2014-15

Mónakó frá Frakklandi - mætast á nýju ári

2013-14

Bayern München frá Þýskalandi - tapaði 1-3 (0-2 og 1-1)

2012-13

Bayern München frá Þýskalandi - tapaði á útivallarmörkum (1-3 og 2-0)

2011-12

AC Milan frá Ítalíu - tapaði 3-4 (0-4 og 3-0)

2010-11

Barcelona frá Spáni - tapaði 3-4 (2-1 og 1-3)

2009-10

Porto frá Portúgal - vann 6-2 (1-2 og 5-0)

2008-09

Roma frá Ítalíu - vann 7-6 í vítakeppni (1-0 og 0-1)

2007-08

AC Milan frá Ítalíu - vann 2-0 (0-0 og 2-0)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×