Erlent

Ögurstund í Indiana

Donald Trump.
Donald Trump.
Íbúar Indiana í Bandaríkjunum taka þátt í forvali að bandarísku forsetakosningunum í dag. Spennan er meiri hjá Repúblikönum en þvert á margar eldri spár virðist sem Donald Trump fari með stórsigur af hólmi í ríkinu.

Mótframbjóðandi hans Ted Cruz hafði bundið miklar vonir við góðan árangur í ríkinu og því hafi hann einungis einbeitt sér að því síðustu vikurnar og ekkert tekið þátt í forkosningnum sem fram fóru í síðustu viku. Þetta herbragð virðist ekki ætla að heppnast því samkvæmt könnunum leiðir Trump með töluverðum mun.

Sumir telja jafnvel mögulegt að ef Cruz fái háðuglega útreið í Indiana muni hann draga sig úr keppninni og þar með í raun tryggja Trump útnefninguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×