Fótbolti

Ögmundur hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ögmundur og félagar eru komnir upp úr fallsæti.
Ögmundur og félagar eru komnir upp úr fallsæti. vísir/epa
Íslendingarnir þrír hjá Hammarby léku allan leikinn þegar liðið vann 0-2 sigur á Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Ögmundur Kristinsson stóð í markinu að vanda, Birkir Már Sævarsson spilaði í stöðu hægri bakvarðar og Arnór Smárason lék í fremstu víglínu.

Með sigrinum komst Hammarby upp úr fallsæti en liðið er nú með 17 stig eftir 16 leiki.

Þetta var í fyrsta sinn sem Hammarby heldur hreinu í sænsku deildinni á tímabilinu og það skilaði mikilvægum sigri.

Haraldur Björnsson sat allan tímann á bekknum hjá Östersunds sem gerði markalaust jafntefli við Elfsborg.

Þá lék Jón Guðni Fjóluson ekki með vegna meiðsla þegar Norrköping vann 1-2 útisigur á GIF Sundsvall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×